Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006

Fiskveiðikerfi Íslendinga þarfnast skoðunar við.

Það er nokkuð ljóst að ekki hefur tekist að byggja upp þorskstofninn hér við land eins og markmið þess kerfis sem nú er við lýði stóð til. Jafnfram er óvissa um aðrar tegundir svo sem loðnuna. Rannsóknir Hafrannsóknarstofnunar eru allsendis ekki nægilegar og ef til vill ekki við öðru að búast því nægilegt fjármagn hefur ekki verið fyrir hendi ár eftir ár.

Það er mjög sorglegt til að vita að við Íslendingar sem ein mesta fiskveiðiþjóð í heimi vitum virkilega ekki hver staða fiskistofna og lífríkis er sökum þess að við höfum ekki lagt fjármuni í að kosta almennilegar rannsóknir. Algjörlega burtséð frá ýmsum innibyggðum ágöllum núverandi fiskveiðikerfis þá er forsendan sú að við eigum og viðhöldum fiskistofnum við landið með hóflegum veiðum og umgengni um lífríki sjávar þess eðlis að taka ekki meira af því í einu en efni standa til.

Það er því ekki nóg að ræða um náttúruvernd einungis á þurru landi því náttúran er einnig að verki á hafsbotni sjávar sem matarforðabúr þjóða heims fyrr og síðar.

Íbúar á fjölmennustu svæðum á Reykjanesskaganum hafa orðið varir við stórkostlega ágengni máva í ætisleit inni í landi svo til vandræða horfir og æti fuglanna sandsílið er greinilega í mun minna magni en venjulega. Niðurstöður Hafrannsóknarstofnunar hafa verið birtar og þar kemur fram að hrygning hafi mistekist en ekki er velt upp spurningum þess efnis  hvers vegna svo sé.

 Hver er ástæðan eru það veiðar á öðrum tegundum fiskjar og ef til vill veiðarfærin sem notum eru ?

Það þurfum við að fá að vita.

kv.

gmaria. 

 

  

 


Vantar virkilega mjólkurframleiðendur til að anna útflutningi ?

Aldrei þessu vant leit ég ekki augum dagblöð fyrr en seinni hluta dags og þá blasir þar við fyrirsögn á síðum Fbl að verslanakeðja í Bandaríkjunum Whole Foods Market vilji kaupa alla þá framleiðslu sem mögulegt er að kaupa frá okkur Íslendingum í formi mjólkurvara þar sem skyr hafi slegið í gegn sem söluvara.

Séu þetta ekki góðar fréttir fyrir íslenzkan landbúnað þá veit ég ekki hvað góðar fréttir eru og hugsanlega innspýting í annars bágborið efnahagsástand hér landi nú um stundir.

Hins vegar er það spurning hversu vel geta bændur brugðist við þessum aðstæðum og hve fljótt sem og hverjar ráðstafanir af hálfu stjórnvalda og samtaka bænda munu verða en það er ljóst að hægt er að fjölga kúabúum í landinu hvað varðar nýtingu landgæða til þess hins arna.

kv.

gmaria. 

 

 

 


Burt með þungaflutninga af akvegum.

Mér er það enn óskiljanlegt að ekki skuli hafa verið hægt að grípa í tauma varðandi það atriði að þungaflutningar skyldu allir færast yfir á akvegi landsins. Vissulega eru ýmis svæði á landinu sem áfram munu háð flutningum landleiðina en allsendis ekki þau svæði þar sem hafnaraðstaða er til fyrirmyndar og er raunin í hverjum landsfjórðungi.

Í raun og veru finnst mér möguleikinn á aukinni slysatíðni á akvegum sem ekki eru tvískiptir vera nægileg ástæða til þess að aðrar færar leiðir í þessu efni hlyti að hafa átt að skoða og gaumgæfa.

Óhöpp við til dæmis flutninga á eldsneyti færast í vöxt innan bæjar sem utan og við eigum ekki að bíða eftir að þeim fjölgi heldur taka til við að skoða þessi mál með breytingar til bóta í huga.


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband