Einstök stund að upplifa fjöldasamstöðu sem slíka.

Það var afar sérstakt að upplifa allan þann mikla fjölda fólks sem mætti á Bessastaði þennan fagra morgun.

Ég átti ekki von á þessum fjölda fólks, það verð ég að segja, og ekki laust við að maður væri hrærður yfir því að sjá þennan fjölda samankomin til samstöðu um eitt mál.

Þegar kveikt var á blysunum hurfu húsin um stund í dulúðlegu bleiku reykjarkófi sem greypti þessa mynd í hugann, en á sama tíma flugu flugvélar yfir sem hafa án efa náð góðum myndum af atburði þessum.

Sá eftir að vera ekki með myndavél en tók þó tvær myndir á gamla símann minn.

Picture 423

Picture 424

 

kv.Guðrún María.


mbl.is Afhenda forseta undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sammála Guðrún. Hef sjaldan upplifað slíka þjóðarhelgistund. Von mín, þín,
og allra hinna er að forsetinn hlusti  á þessa STERKU íslenzku þjóðarsál,
og VERÐI VIÐ HENNI!!!!!!!!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.1.2010 kl. 01:06

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Já sannarlega fékk vonin byr undir báða vængi í morgun, annað verður ekki sagt.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.1.2010 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband