Komu flokksskírteinin í veg fyrir þingmeirihluta þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave ?

Það verður ekki hjá því komist að horfa á stólaleik Vinstri Grænna við afgreiðslu á Icesavefrumvarpi stjórnarinnar, þar sem tveir flokksmenn VG, sátu hjá við afgreiðslu um tillögu Péturs Blöndal um þjóðaratkvæði, en aðrir tveir voru meðmæltir. Þeir sem mæltu með tillögunni samþykktu síðan frumvarpið en hinir voru á móti.

Auðvitað voru menn búnir að tala sig saman um þessa aðferðafræði, þannig að tryggt væri að meirihlutinn næði fram sínu, allt eftir flokksskirteinum og þessu sinni með afslætti af sannfæringu þingmanna Vinstri hreyfingarinnnar Græns framboðs.

Þvi miður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Meirihluti fyrir þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Enn og aftur Sammála Guðrún! Mætum til Bessastaða! Og sjáumst vonandi.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.1.2010 kl. 01:30

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Já, synd að VG skuli ekki elta flokksforystuna eins og sauðirnir úr Sjálfstæðisflokki og Framsókn þegar þeir gerðuy sitt besta til að eyðileggja landið og orðstýr þess. Fjandinn hirði þetta sjálfstæða fólk sem er tvístígandi í þessu stóra máli í staðinn fyrir að þegja og gera umyrðalaust eins og þeim er sagt. Við viljum foringjaholla sauði á þingi!

Rúnar Þór Þórarinsson, 2.1.2010 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband