Ævarandi hneisa meintra vinstri manna á Íslandi.

Hver og einn einasti Samfylkingarmaður var tilbúinn til þess að láta þjóðina taka á sig skuldbindingar af rekstri einkabanka á erlendri grund, sem aftur gengur gegn hinum ýmsu stefnumiðum þess hins sama flokks um jöfnuð.

Vinstri hreyfingin Grænt framboð, átti þó tvo þingmenn sem ekki gátu samsinnt málinu sem þó breytir ekki andliti flokksins í heild gagnvart máli þessu.

Báðir stjórnarflokkarnir voru tilbúnir til þess að hundsa upplýsingar á síðustu stundu um málið, að geðþótta, og ganga fram með offari við að keyra málið í gegn um þingið.

Standi einhver i forarpytti upp að hnjám nú, þá er það ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, og Steingríms J. Sigfússonar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú mátt einnig rifja upp, hvaða stjórnmálaflokki þeir tilheyrðu glæpamennirnir, sem áttu (í þykistunni) og stjórnuðu gamla Ladnsbankanum.

Þeir voru ekki vinstri menn. Þeir voru allir sem einn, innmúraðir sjálfstæðismenn. Þeir vor stolt sjálfstæðisflokksins. það á að láta

 sjálfstæðismenn borga fyrir þessa vesalinga,  þeir bera ábyrgðina, þeir studdu gjörninginn.

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 01:59

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Kolbrún Bára, hversu oft þarf að minna á það að það var LANDRÁÐAFYLKINGIN sem fór með ráðuneyti bankamála og var ÁBYRG fyrir FME þegar ICES(L)AVE var hleypt af stokkunum?

Jóhann Elíasson, 31.12.2009 kl. 02:30

3 identicon

Ef ég má vera leiðinlegur, þá bera BÁÐIR flokkarnir fjári mikla ábyrgð á öllum óskapnaðnum og jafnvel Framsókn líka...

Leiðinleg umræðan hvaða flokki þetta er að kenna þegar báðir bera mikla ábyrgð!

Skúli (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband