Óvönduð vinnubrögð á öllum stigum máls, þessi ríkisstjórn hefur tapað trúverðugleika að fullu.

Tveir ráðherrar í lykilembættum í sitt hvorum flokki,  koma eins og álfar út úr hól á elleftu stundu varðandi upplýsingar um einhverja stærstu milliríkjasamninga sem um getur, þar sem áhöld eru um að upplýsingum hafi verið haldið leyndum, upplýsingum sem skipta kunna þjóðina máli í þessu efni.

Í raun og veru segir þetta allt sem segja þarf um vitund manna um feril málsins í heild sem hefur verið sem sjónarspil fram og til baka um langan tíma, þar sem vitund manna um upplýsingar sem skipta máli virðast hafa farið fyrir ofan garð og neðan.

Því miður hefur þessi ríkisstjórn tapað trúverðugleika til þess að landa þessu máli að sjá má.

 

kv.Guðrún María.


mbl.is Icesave-umræðu frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband