Komandi kynslóðir Íslendinga verða ekki færðar í fjötra fjármálagerninga í einkarekstri.

Nú reynir á um hvort þingheimur reiðir vitið í þverpokum.

Það ríkir ekki sátt í voru samfélagi um það atriði að pólítikusar samþykki með lagasetningu á þingi að þjóðin taki á sig ábyrgð á rekstri einkabanka á erlendri grundu.         Því fer fjarri.

Þeir hinir sömu pólítíkusar er samþykkja slíkt mun ekki endurkomu auðið í stjórnmál hér á landi að ég tel.

Komandi kynslóðir þessa lands eiga ekki og skulu ekki þurfa að taka ábyrgð á rekstri einkabanka á erlendri grundu eftir hrun fjármálakerfis á alþjóðlegum grundvelli.

Höfnun fyrirliggjandi samkomulags þýðir samningagerð upp á nýtt annað ekki,  þar sem með hverju móti sem verða má, þarf að færa yfir á einkarekstrarlegan grundvöll hið fyrsta, á brott af sviði pólítikur.

kv.Guðrún María.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband