Jólasmásaga.
Fimmtudagur, 24. desember 2009
Það var aðfangadagskvöld.
Undir jólatrénu í miðri stofunni stóð stór pakki, vandlega innpakkaður með fallegum böndum og slaufu. Á pakkanum stóð til mömmu, frá pabba.
Af því að pakkinn var svo stór voru Siggi og Stína að skoða hann og velta fyrir sér hvað það skyldi nú vera sem hann pabbi hefði keypt handa henni mömmu sem þurfti svona stóran pakka utan um. Þetta var mjög spennandi.
Ég held að þetta sé hrærivél sagði Siggi en Stína gat ekki tekið undir það því mamma átti hrærivél sem var í góðu lagi.
Þá er það örbylgjuofn sagði hann en aftur mótmælti Stína, því örbylgjuofninn var alveg nýr sem þau áttu. Ég held að þetta sé fótanuddtæki sagði Stína, en þá gall í Sigga að fótanuddtæki væri til úti í bílskúr, svo það gæti ekki verið.
Loksins var komið að því að taka upp pakkana og börnin tóku upp pakka með húfum og vettlingum , en einnig leyndust þar kerti og konfektmolar, Barbie og Spiderman.
Síðasti pakkinn var sá stóri frá pabba til mömmu. Hún losaði varlega fallegu böndin og tók pappírinn utan af og kom þá í ljós kassi sem hún opnaði en þá blasti aftur við innpakkaður jólapakki, sem hún tók utan af og aftur var þar kassi með enn einum innpökkuðum jólapakka. Hún opnaði hann og neðst í kassanum fann hún kort, þar sem stóð.
Elsku Marta, ég elska þig, og við elskum þig öll, og ég vissi að þig vantaði ekkert sérstakt, því setti ég kærleik í pakka til þín þessi jól, og allar þessar umbúðir voru bara til þess að leggja smá áherslu á, að það er jú innihaldið sem skiptir máli.
kveðja Jói.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Georg Eiður Arnarson, 25.12.2009 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.