" Góðæri vinstri manna " þar sem smjörið drýpur af hverju strái ?

Eitt er að vera í stjórn og annað að vera það ekki og greinilegt er að háttvirtur fjármálaráðherra sér ekki mikið af skýjum á himni að virðist miðað við bjartsýnisyfirlýsingar þessa efnis.

Öðruvísi manni áður brá þegar sami maður sjá yfirleitt agnúa á hverri einustu stjórnarathöfn sem fyrri ríkisstjórnir viðhöfðu hvarvetna frá ári til árs.

Ég hnaut hins vegar sérstaklega um niðurlag þessarar fréttar  þar sem þetta er haft eftir ráðherranum um skattkerfisbreytingarnar.

 úr fréttinni.

"Það er enginn vafi á því í mínum huga að eftir sem áður og þrátt fyrir þessar breytingar þarf að leggja mikla vinnu á næsta ári í heildstæða yfirferð á skattakerfinu til að aðlaga það að breyttum veruleika og breyttu  efnahagslegu umhverfi á Íslandi. Það verður gert.“

Getur það verið að strax á næsta ári eigi að ráðast í heildstæða yfirferð á skattkerfinu, til viðbótar þeim breytingum sem nú hafa verið leiddar í lög ?

Voru menn ekki að vinna heimavinnuna, áður en hlaupið var af stað ?

Var ekki búið að reikna út hvernig þessar breytingar koma til með að virka ?

EF menn ætla að dúllast í skattkerfisbreytingum ár eftir ár þá er það eitt ljóst að slíkt skilar litlu í ríkiskassann.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Fjármálaráðherra segir bjartari horfur framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband