Blessuđ jólin.

Umgjörđ jólanna hverju sinni hjá mér hefur fariđ og fer eftir efnum og ađstćđum svo mest sem verđa má.

Ein jólin, reyndar fyrstu jólin međ manninum mínum heitnum, ţá var ţađ svo ađ hvorugt okkar átti mikiđ jólaskraut en til ţess ađ skreyta ţá tók ég mig til og bjó til skraut í stađ ţess ađ kaupa ţađ.

Og jólin voru jafn yndisleg og ţau alltaf eru.

Ţegar pabbi og mamma heitin fengu á sínum tíma nýtt gervijólatré, fékk ég elsta barniđ gamla gervijólatréđ sem ég hafđi setiđ viđ sem barn á jólum frá ţví ég man eftir mér og ţađ tré nota ég enn ţann dag í dag.

Ein jólin kom frćndi minn fćrandi hendi en hann hafđi fariđ í skógarhögg og gaf mér risajólatré, sem var sett upp ţau jól, en ţá fékk gamla tréđ sinn stađ eigi ađ síđur.

Einn ađfangadaginn vildi ég vera viss um ađ ljós logađi á leiđi mannsins míns og var sein fyrir ţannig ađ kl sex var ég stödd í kirkjugarđinum viđ leiđiđ ađ kveikja á kertinu og hin andaktuga stund ţess tíma varđ eigi ađ síđur upplifun, ţótt jólamaturinn vćri ögn seinni hjá mér ţađ áriđ.

Jólin eru og verđa eins og viđ viljum hafa ţau, hver svo sem umgjörđin er.

Rćktun kćrleikans manna í milli, ţar sem gjafmildin svífur vćngjum ţöndum yfir vötnum, og kertaljós og klukkuhljómar hringja inn hátíđ fćđingar frelsarans, veitir friđ í sálu okkar mannanna.

kv.Guđrún María.

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband