Hugleiðing um eitt samfélag.

Krafan um það í voru samfélagi að draga menn til ábyrgðar fyrir bankahrunið er rík.

Geti menn séð annmarka hina ýmsu nú sem voru til varnaðar hvers vegna í ósköpunum reis almenningur í landinu þá ekki upp og andmælti  þá ?

Ég hefi hins vegar ekki trú á því að nokkur einasti maður verði dregin til ábyrgðar svo heitið geti, þrátt fyrir hin ýmsu mistök sem átt hafa sér stað, hafi á hverjum tímapunkti átt að vera nægileg ástæða til þess að vekja menn til vitundar um þróunina.

Jú okkar tízka er sú að fyrst þurfi barnið að detta ofan í brunninn áður en mönnum dettur í hug að fara að skipa nefnd um hvort og hvernig byrgja skuli brunninn.

Við Íslendingar erum sérfræðingar í málamyndagangi allra handa, þar sem alls konar kostnaðarsöm nefndavinna fer fram um mál sem kjörnir þingmenn hvoru tveggja ættu og gætu unnið sjálfir í þinginu.

Þetta er góð leið til þess að firra þingmenn ábyrgð á því að þurfa að standa sjálfir fyrir eigin ákvarðanatöku  um hvaðeina.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband