Ábending til Arion banka.

Við þær aðstæður sem uppi eru í voru þjóðfélagi er það svo að ALLAR hjálparstofnanir eru að vinna eftir bestu getu og Fjölskylduhjálp Íslands sem einnig hefur með þau hin sömu mál að gera, er að veita aðstoð í voru þjóðfélagi.

Það væri því ánægjulegt að sjá nýjar fjármálastofnanir ganga á undan með góðu fordæmi og skipta gjöfum jafnt millum allra þeirra aðila er sinna því hinu sama hlutverki.

kv.Guðrún María.

 

 

 


mbl.is Gáfu hjálparsamtökum matvæli og fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl GMaría. Þú kemur mér á óvart . Gott að þú hefur trú á bankastofnunum landsins. Heldur þú að það gerist einhvertíma að það verði skipt jafnt? Heldurðu að allir fái jafnt í úthlutunum? Ég held að það sé allsstaðar mismunað. Sjálfri finnst mér að Hjálparstofnun kirkjunnar eigi að sjá um þessi mál meðan það er opinber þjóðkirkja og svo á ríkið að úthluta í gegnum félagskerfið. Fjölskylduhjálpin fékk nú ágætis auglýsingu í sjónvarpinu út á Cherrios kappann. Ekki tók ég eftir að því góssi hafi verið skipta á milli úthlutunaraðila en kannski var það, þó fókusað hafi verið á þennan eina aðila. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 16.12.2009 kl. 21:38

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Kolbrún.

Já ég held að jöfnuður sé það markmið sem vinna þarf að, í stað þess að sætta sig við það að alltaf verði einhver ákveðin mismunun, alveg sama hvar og hvernær sem og hver á þar í hlut.

Hjálparstofnun kirkjunnar er nýlega komin að starfi við innanlandsaðstoð mér best vitanlega í samstarfi við önnur hjálparsamtök sem starfað hafa lengi á þeim vettvangi.

Ég verð nú að játa að mun nærtækara væri fyrir ríkið að lækka álögur en hefja starf við mataraðstoð að mínu áliti.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.12.2009 kl. 02:06

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl GMaría. Það kann svo sem að vera að það sé mögulegt að ná "fullum jöfnuði". Það hefur þó ekki tekist, að ég best veit, í neinu ríki þó það hafi aðhyllst kommúnisma þannig að ég á ekki von á að það gangi í kapítalísku ríki. Menn geta líka endalaust deilt um hvað sé "jafnt" í öllum mögulegum tilfellum.

Sjálf flokkast ég pólitískt nær kapítalisma en kommúnisma en er þó mjög á móti því að neyðaraðstoð, við þá sem hana þurfa, sé rekin á forsendum einkareksturs.

Ég er líka á móti því að ríkið fari að reka matareldhús út um hvippinn og hvappinn.

Ég tel að sjái Hjálparstofnun kirkjunnar um þessi mál séu meiri líkur en minni á að það sem inn kemur fari á rétta staði og skili sér til þeirra sem þess þurfa mest. Þeir sem gefa til þessara stofnana/fyrirtækja í dag geta eins vel gefið til kirkjunnar. Það væri vissulega æskilegt að fólk þyrfti ekki að fara í biðröð til þess að fá þá aðstoð sem það þarf. Það er áreiðanlega ekki matur í plastpoka.

Ég er ekki að tala um að auka framlög ríkisins til matargjafa en félagslega aðstoð þarf að auka og því fé ætti að vera vel varið. kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 18.12.2009 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband