Handónýt verkalýðshreyfing, er hluti af vandamálum þjóðarinnar.

Hluti af ofþenslu síðari ára er fádæma klaufaskapur verkalýðsleiðtoga til þess að standa vörð um kaup og kjör launþega á vinnumarkaði.

Frysting skattleysismarka á sínum tíma var hlutur sem sú hin sama hreyfing mótmælti ekki, heldur tók þátt í og síðan átti að þegja málið í hel að virtist.

Það var alvarlegri handvömm en margan órar fyrir og hefur valdið misskiptingu og fátækt í einu landi svo um munar.

Meira og minna hefur verkalýðsbaráttan verið stökkpallagangur forkólfa í stangarstökkstilraunum í pólitík, hjá hinum ýmsu flokkum eins fáránlegt og það er, þar sem athafnasemin hefur litað aðferðafræði hvers konar.

Menn hafa þóknast sínum flokkum fram og til baka hér og þar allt eftir því hvaða flokkur er við stjórnvöl ríkis og sveitarfélaga á hverjum stað, því miður.

Vegna þess að þessi hreyfing hefur eins og áður sagði verið eins konar stökkpallur inn í stjórnmálin hafa menn þar úr röðum sest inn á þing, og þar af leiðandi hafa menn ekki þóst geta gagnrýnt eitt eða neitt er lýtur að skipulagi mála þess að standa vörð um hagsmuni launþega í lagasetningu sem er afdalafyrirbæri nú þegar er kemur að skipan í stjórnir lífeyrissjóða.

kv.Guðrún María.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband