Jæja, það var kominn tími til þess að átta sig á þessu fyrir verkalýðshreyfinguna sem heildarsamtök launþega.

Auðvitað hafa handabandayfirlýsingar eða viljayfirlýsingar aldrei nokkurn tíma verið annað en orðanna hljóðan eða handaböndin punktur pasta.

ALDREI skyldu fulltrúar launþega stíga eitt skref á fundi stjórnvalda, nákvæmlega sama hver fer með völd, enda ekki þeirra að stjórna landinu með samkrulli við pólítískt kjörna leiðtoga.

Þeirra hlutverk, tilgangur og markmið er að semja um laun fyrir launþega við vinnuveitendur, en launþegar eru eðli máls samkvæmt,  í öllum stjórnmálaflokkum eða utan þeirra og hið sama gildir um vinnuveitendur.

Það er ágætt að Gylfi Arnbjörnsson skuli nú eftir dúk og disk hafa áttað sig á einhverju í þessu sambandi, það var komin tími til.

kv.Guðrún María. 

 

 


mbl.is Samstarf við stjórnvöld í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband