Jólasveinaþjóðfélag allt árið ?

Getur það verið að vort þjóðfélag sé að innri gerð álíka okkar íslensku jólasveinum sem skella hurðum, stela bjúga, skyri, eða hafa almennt uppi hrekki eða óskunda allra handa ?

Kanski vantar bara Skattasvíki í jólasveinahópinn að nafninu til.

Eru stjórnmálamennirnir eitthvað líkir jólasveinum sem lofa öllu fögru en koma af fjöllum þegar loforðin eru hermd uppá þá ?

Hefur almenningur nokkuð fengið annað en skattahækkanir í skóinn gegnum tíðina vegna þess að stjórnkerfi hins opinbera sem stjórnmálamenn telja alheilagt er setjast á þing, er vandlega varið sem atvinnustarfssemi af hinu góða, með síflelldri lagasetningu um aukin umsvif hins opinbera ?

Í fámennisklíkusamfélaginu hefur ekki tekist að skapa heilbrigða þróun einkaframtaks svo nokkru nemi vegna umsvifa hins opinbera sem og klaufaskaps við lagasmíð um fyrirtækjalandslagið innan ramma skatta, laga og reglna þar sem menn hafa knékropið fyrir alþjóðavæðingu án þess þó að hún endilega færi saman við þjóðarhagsmuni hérlendis á eyju í Norður Atlantshafi.

kv.Guðrún María.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Georg Eiður Arnarson, 13.12.2009 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband