Hvað munu þessar skattkerfisbreytingar kosta mikið ?

Of flókið skattkerfi er engum til hagsbóta svo mikið er víst, en eðlileg leiðrétting af hálfu stjórnvalda í landinu hverju nafni sem þau nefnast gagnvart jaðarskattahópum og hinni heimskulegu frystingu skattleysismarka hefur verið nauðsynleg í mörg herrans ár.

Enn hefi ég ekki séð að þær breytingar sem nú eru fyrir dyrum muni leiðrétta þá hina sömu hluti.

Því miður hefur það oftar en ekki verið raunin að hvers konar breytingar kosta svo og svo mikið og örugglega engin undantekning nú um stundir, en ætíð munu menn aðalaga sig að þvi að þurfa að greiða sem minnsta skatta meðan hið opinbera hamast við að leggja álögur á landsmenn í slæmu árferði sem víst er að skila sér ekki sem skyldi.

kv. Guðrún María.

 

 


mbl.is Skattafrumvörp til nefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þær koma til með að kosta aukið atvinnuleysi, meiri atvinnuleysisbætur, meiri félagslega aðstoð, hundruð milljón krónu breytingar á tölvukerfum ekki bara hjá því opinbera heldur einnig hjá einkafyrirtækjum og svona mætti lengi telja.  Ég reikna með því að kostnaðurinn verði meiri en tekjurnar....

Jóhann Elíasson, 6.12.2009 kl. 10:01

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Jóhann, einugis hinar tæknilegu breytingar munu kosta fjármuni.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.12.2009 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband