Um daginn og veginn.

Ţađ líđur ađ jólum, og ćtíđ reikar hugurinn í bernskuna á ţessum tíma árs, ţegar veriđ var ađ reykja hangikjötiđ í torfkofa og kynda upp međ heymođi í tađinu.

Mér fannst afskaplega spennandi ađ fara međ pabba í kofann og skođa kjötiđ frá degi til dags, en var yfirleitt fljót út ţegar búiđ var ađ kveikja í mođinu og kofinn fylltist af reyk.

Heimareykt hangikjöt var hluti af jólunum, lengi vel ásamt epla og appelsínukassa sitt hverjum, og óteljandi smákökusortum sem bćttust viđ hinn vikulega heimabakstur sem móđir mín töfrađi fram úr handrađanum.

Dulúđin yfir komu jólasveina af fjöllum, sveif yfir vötnum, og vitund um tilvist jólakattarins var snemma fyrir hendi vegna lesáhuga um allt er jólum tilheyrđi og finna mátti í frásögnum.

Síđar á ćvinni fannst mér jólakötturinn full ógnvekjandi til aflestrar fyrir leikskólabörn sem ég vann međ ţá, alltént frásögnin í bókinni " Jólin koma " .

Ég ólst ekki upp viđ ţađ ađ setja skóinn út í glugga viđ komu jólasveinanna, en síđar mátti ég auđvitađ gjöra svo vel ađ taka ţann siđ í notkun til handa mínu eigin barni í samrćmi viđ tíđarandann.

Sem barni fannst mér samt ögn afstćtt ađ Grýla ţessi scary týpa, vćri mamma sveina er komu fćrandi gjafir af fjöllum, og vangavelturnar heilmiklar í ţessu efni, en Grýla hafđi stundum veriđ nefnd í sambandi viđ meinta óţekkt hér og ţar.

Friđur jólanna er fćrđist yfir á ađfangadagskvöld, hefur hins vegar álíka upplifun í barnsminningunni og hann er nú í dag, yndislegur friđur eftir amstur ţennan síđasta mánuđ ársins.

kv.Guđrún María.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband