Sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins opinn fyrir breytingum á kvótakerfinu ?

Manni hálf svelgdist á að hlýða á fréttir Stöðvar 2 í kvöld þar sem fyrirsögn fréttarinnar var sú að ráðherra væri opinn fyrir breytingum á kvótakerfi sjávarútvegs. Í viðtali við ráðherrann kom síðar fram að hann væri tilbúinn til þess að skoða það atriði að auka veiðiskyldu útgerða á aflaheimildum en þetta væri viðkvæmt því þá gæti verið að ekki væri nóg af aflaheimildum til leigu osfrv.......

Það er kosningaár og auðvitað dansa menn á línunni og síðast var útspil Sjálfstæðismanna í formi línuívilnunar sem átti að vera einhver stórkostleg aðgerð en gerði lítt annað en auka enn á óánægjunna með þetta annars ómögulega kerfi hér á landi því innifalið í þeirri aðgerð var mismunun.

Frjálslyndi flokkurinn hefur tvö kjörtímabil flutt tillögu á Alþingi Íslendinga hvað varðar frelsi landsmanna til veiða með handfæri á smábátum,  sem ekki ógnar fiskistofnum en getur eigi að síður skapað hluta þegna atvinnu og lífsviðurværi í byggðum landsins.

Þetta hefur ekki fengist samþykkt í tíð núverandi stjórnarflokka, því miður.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband