Hvers vegna er neyðin svo mikil ?

Mín skýring er sú að svokallað góðæri hafi í raun innihaldið tilfærslu auðs, þar sem þeir ríku urðu ríkari og hinir fátæku fátækari og nægir þar að nefna lágmarkslaun í landinu og frystingu skattleysismarka á sínum tíma, án þess þó að umsvif hins opinbera hafi minnkað svo nokkru næmi.

Bætur almannatrygginga tóku mið af hinum lúsarlegum láglaunatöxtum sem voru ávöxtur samninga verkalýðshreyfingar sem hafði og hefur enn með lifeyrissjóði að sýsla sem aftur fjárfest hafa í fyrirtækjum á hlutabréfamarkaði sem aftur þurfa að semja um laun á vinnumarkaði.

Stjórnmálamenn gengu um með bundið fyrir augun gagnvart ástandinu frá vinstri til hægri og gera enn enda laun alþingismanna fimmföld að minnsta kosti miðað við laun verkamannsins.

Allir vildu þeir ganga rauða dregilinn þar sem magn peninga í fyrirtækjum var að finna, nógu mikið, meðan hluti almennings vann fyrir göngunni og greiddi ofurskatta af lúsarlaunum til þess arna.

Loftbólupeningar flæddu um þjóðfélagið tilkomnir af lagasetningu um kvótaframsal í fiskveiðum hér á landi sem kallað var góðæri og bankar og fjármálastofnair hófu að veðsetja fram og til baka að eigin sjálfdæmi afar skringilegs fjármálavits.

Sú er þetta ritar starfar með Fjölskylduhjálp Íslands við úthlutun matvæla hvern miðvikudag og hefur gert í um það bil tvö ár, og veit að neyð í okkar landi er of mikil, því miður.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Neyðin mikil í samfélaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband