Vöxtur og viðgangur fiskistofna á Íslandsmiðum er mikilvægasta hagsmunamál þjóðarinnar.

Ein ástæða þess að ég gekk til liðs við Frjálslynda flokkinn er barátta hans fyrir breytingum á kerfi sjávarútvegs hér á landi , kvótakerfi sem í upphafi var fyrirséð að var kerfi " skammtímasjónarmiða " þar sem kerfið gekk að hluta til út á það að ausa sem mestu af fiski upp úr sjó samkvæmt sentimetrastærð fiskjar en hinu mátti henda aftur sem ekki nýttist sem söluvara á markaðstorginu. Brottkast var ekki viðurkennt sem heitið geti fyrr en það hafði verið fest á mynd úr fiskiskipi þá drösluðust menn til þess að setja á fót nefnd til þess að skoða málið, þótt slíkt hefði verið altalað meðal sjómanna er þekktu til mála mjög lengi. Sitjandi stjórnvöld hafa lítt eða ekki fengist upp að borðinu varðandi hvers konar endurskoðun þessa kerfis, þótt langur vegur sé frá því að kerfi þetta þjóni upphaflegum markmiðum sínum við uppbyggingu fiskistofna við landið.

Lífríki hafsins kring um landið er aðalumhverfismál samtímans hvort sem mönnum líkar betur eða ver og virkjanaframkvæmdir með vatnsafli og álver hjóm eitt í því sambandi, því hafið kring um Ísland er matarforðabúr þjóða heims ekki einungis okkar Íslendinga til framtíðar fyrir komandi kynslóðir.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt

Ólafur fannberg, 7.1.2007 kl. 02:46

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Fiskimiðin/lífríkið umhverfis Ísladns er best borgið, fyrir íslenska þjóð, fyrir alþjóðasamfélagið, að það lúti stjórn Íslands.

Annað er drausmýn sem aldrei getur ræst. Alþjóðlegt umhverfi mun ekki gæta betur auðlindanna en við sjálf svo framarlega sem við höldum sjálfstæði okkar sem þjóð.

Fiskimiðin/lífríkið /landbúnaður eru fjöregg okkar sem þjóðar og verður um alla framtið. Auk þess besta varðveislan fyrir matarforðabúr heimsins.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 7.1.2007 kl. 14:52

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Sigríður.

Ég er sammála þér í því að við eigum að halda sjálfsforræði okkar yfir auðlindum sjávar. Við þurfum hins vegar að líta í eigin barm og endurskoða aðferðafræði sem ekki er að tryggja vöxt fiskistofna við Íslandsstrendur.

Verja þarf nægilegu fjármagni til rannsókna á lífríkinu í hafinu og orsökum þess að við erum ekki að byggja upp helsta nytjastofninn þorskinn.

kv.gmaria. 

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.1.2007 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband