HVENÆR ætlar Hafrannsóknarstofnun að koma fram með gagnrýni á lagaumhverfi fiskveiða ?

Mín skoðun er sú að Hafrannsóknarstofnun hvoru tveggja þurfi og verði að benda á ýmsa þá annmarka sem finna má í lögum um stjórn fiskveiða hvað varðar eitthvað samræmi í veiðum úr mismunandi stofnum samtimis, samkvæmt ákvörðunum stjórnvalda hverju sinni.

Til dæmis með það að markmiði að hvati að því að koma með ALLAN FISK AÐ LANDI sé fyrir hendi, sem og hver áhrif skerðingar heimilda í einum stofni á einum tíma kann að hafa á annan stofn á sama tíma, sem þá kann að hafa komið vel út úr mælingum.

Einnig væri sjálfsagt að Hafrannsóknarstofnun hefði á reiðum höndum áhrif fullrar afkastagetu íslenska fiskiskipastólsins, skilgreint í einingar, varðandi hugmyndir um frjálsar veiðar flotans og áhrif þess á lífríki sjávar kring um landið.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Staða ýsustofnsins slök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband