Málið allt til háborinnar skammar, fyrir sitjandi ráðamenn.

Samfylkingin dansaði hrunadansinn í góðærinu, nær gagnrýnislaust sem stjórnarandstöðuflokkur þá, það skyldi ekki gleymast, en munur á þeim flokki og öðrum var áhugi flokksins á inngöngu í Evrópusambandið.

Fyrsta verk flokksins í ríkisstjórn var að troða í gegn umsókn að sambandinu, áður en endar voru hnýttir varðandi mál eins og icesave er tengdist sambandsþjóðum þar innbyrðis.

Með ólíkindum er að samstarfsflokkurinn VG, skuli hafa samjammað þessa aðferðafræði, en í raun eru flokkarnir tveir að setja ábyrgð af einkabankaalþjóðavæðingu yfir á Íslendinga, eins og ekkert sé sjálfsagðara.

Miðjumoðsuðan kring um þetta mál er algjör, og reynt að telja þjóðinni trú um hún verði að borga þetta annars lokist allar dyr, en ef til vill er þar einungis um að ræða dyrnar að Evrópusambandinu og þar með tilgang og markmið forystuflokksins í ríkisstjórn Samfylkingarinnar.

Mál þetta gengur gegn réttlætisvitund meginþorra íslensku þjóðarinnar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Stangast ekki á við stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

var Samfylkingin ekki stjórnarflokkur í lok góðærisins? Sat við stjórnvölin með Sjálfstæðisflokknum.

Mér finnst Samfylkingin nota Icesve sem aðgöngumiða inní Evrópusambandið - er algjörlega á móti því !!

Sigrún Óskars, 22.11.2009 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband