Um hvað er þessi ríkisstjórn yfir höfuð sammála ?

Ósköp er það nú aumt að koma fram með hugmyndir að skattkerfisbreytingum sem stjórnarflokkar eru ekki sammála um að hrinda í framkvæmd, áður en tillögugerðin hefur komist í loftið.

Þetta er svo sem ekki fyrsta málið sem þessi ríkisstjórn er ekki sammála um og í raun með ólíkindum að þetta skuli þurfa að ganga svona fram.

Breytingar þessar virðast hafa verið illa ígrundaðar í upphafi eins og ýmis önnur mál sem þessi ríkisstjórn hefur orðið uppvís að að vinna með því móti.

Það atriði einfaldar ekki vinnu á stjórnmálasviðinu á erfiðum tímum svo mikið er víst.

kv.Guðrún María.


mbl.is Áfram rætt um skattamálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég held að þessi ríkisstjórn sé nokkuð sammála um að kalla sig "RÍKISSTJÓRN FÓLKSINS".

Jóhann Elíasson, 13.11.2009 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband