Umræða af þessari tegund Á EKKI að þurfa að tengjast íþróttahreyfingu landsins.

Í mínum huga gildir það sama um þjóðkirkju og íþróttahreyfingu, þe. þá er koma sem fyrirmyndir fyrir æsku þessa lands að umræða sem slík hlýtur að kalla á allt annað en andvaraleysi og kattarþvott hvers konar, þar sem menn hljóta að þurfa að taka á málum sem slíkum.

Það á ekki að þurfa ábendingar af háfu öfga kvenfrelsis ( feminisma ) heldur ætti almenn mannleg skynsemi að nægja til mats á siðferðisgrundvelli aðkomu manna íþróttahreyfingar að strippbúllum í útlöndum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Óskar skýringa frá KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl GMaría. Ég er nú ekki alveg sammála þessu með kirkjuna. Ég hef nú annað viðhorf til presta en tuðrusparkara. Ekki eru þeir síðarnefndu að dæma aðra fyrir losta og syndir, hótandi helvíti og hörmungum ef menn brjóta boðorðin. Toppmenn úr fótboltaheiminum hafa sjaldan verið til fyrirmyndar svo ég viti hvað líferni varðar og þjálfarar þeirra verið sjálfum sér og liðum sínum til stórskammar fyrir fyllirí og kvennafar lengst af flestir. Mardonna, Georg Best ofl ofl. svo ég fari nú ekki í fræga fótboltaþjálfara hér heima. Þessi "fyrirmynd" sem þú ræðir um er skrifstofublók og var einn fjarri leikmönnum og ungum saklausum lærisveinum og hafði því engin áhrif á þá. Þetta minnir mig á brjálæðið þegar von var á klámstjörnum á ráðstefnu á Sögu og allt varð vitlaust. Það er víst boðið upp á klámrásir á flestum hótelum í heiminum. Hvað með átrúnaðargoð úr tónlistarheiminum. Hafa þeir verið fyrirmyndir? Langflestir drykkjumenn og dópistar. Eru foreldrar barna góðar fyrirmyndir? Ég held að þessi maður sé búinn að þjást nóg fyrir þessa yfirsjón og allavega er ég tilbúin að líta fram hjá þessu. Hinu er ég hissa á að stjórnin skuli úthluta greiðslukortum í stað þess að greiða eftir reikningum. Það hef ég aldrei vitað, það er sukk. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 10.11.2009 kl. 22:04

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Ég er sammála síðasta ræðumanni og skil eiginlega ekki hvert þú ert að fara með skrifum þínum Guðrún María. Hélstu svo að femínisminn hefði eitthvað með kvenfrelsi að gera? Heldurðu virkilega að íþróttahreyfingin sé skeggið á höku þjóðkirkjunnar eða öfugt? Vaknaðu kona og sjáðu í gegnum ofstækið í stað þess að ganga í spor þess.

Gústaf Níelsson, 11.11.2009 kl. 23:37

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl bæði tvö.

Í mínum huga gildir sama siðferði um presta og íþrótthreyfinguna.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.11.2009 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband