Samfylkingin hefur aldrei vitað um eigin stefnu til handa íslenskum hagsmunum frá upphafi.

Samfylkingin er flokkur um aðild að Evrópusambandinu, annað ekki, þvi miður.

Það hefur komið berlega í ljós eftir að flokkurinn tókst á um forsvar í ríkisstjórn að sá hinn sami er vart stjórntækur og með ólíkindum að flokkur eins og VG sem hefur þó haft áherslur í innanlandsmálum, skuli geta setið með þeim hinum sama við stjórnvölinn.

Stefnuleysi flokksins birtist fyrst í kosningunum 2003 þegar þáverandi tvíeyki, Ingibjörg Sólrún og Össur, voru helstu talsmenn og komu af fjöllum um fiskveiðar landsmanna og stjórnun varðandi það hið sama.

Landbúnaðarmálin, hafa verið með því móti að þar hefur Evrópusambandið átt að leysa öll mál þar sem ódýrar innfluttar afurðir skyldu verða framtíðarfjöregg einnar þjóðar.

Flokkurinn hefur ekki haft nokkra einustu skoðun á samþjöppun í viðskiptalífi innanlands, fyrir hrun sem heitið getur og dásamað alþjóðahyggu án landamæra fram í fingurgóma, allt undir formerkjum þess að ganga í Evrópusambandið.

Flokkurinn þykist í aðra röndina vera á móti vatnafslvirkjunum til hinna vondu álvera þar sem það hentar en nokkrir flokksmenn reyna að verja sín sérkjördæmi þessa efnis og hafa þar aðra skoðun, sem aftur telst tækifærismennska.

Varðstaða flokksins um einn aðalskaðvald íslensks efnahagslífs verðtrygginguna með dyggri aðstoð verkalýðshreyfingarinnar í því efni viðheldur sama ójöfnuði og verið hefur hér á landi áfram sem endranær með vísitölutengingu allra handa. Þar með gengur flokkurinn gegn eigin markmiðum, til þess að hámarka árangursleysi stefnumótunar hvers konar.

Það er frekar auðvelt að stækka flokk eins og Samfylkinguna ákveðinn tíma með því hinu sama miðjumoði og skoðanaleysi á málum öllum, en málið vandast þegar sá hinn sami flokkur sest við stjórnvölinn og þarf að fara að taka ákvarðanir á erfiðum tímum.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband