Engan skyldi undra, því flóðið af misvísandi lagasetningu frá Alþingi er fyrir hendi hér á landi.

Eitt helsta vandamál vorrar þjóðar er allt of flókin og misvísandi lagasetning sem aftur veldur þvi að þjóðin á nær heimsmet í fjölda lögfræðinga í einu landi per höfðatölu.

Misvísandi lagasetning bitnar fyrst og fremst á starfssemi dómsstólanna þar sem verkefnin eru erfiðari við að fást og leiðin að réttæti hvers konar er langsóttari en ella.

Ég hefi oft rætt um það að eitt þing eigi að taka til þess að fara yfir sett lög í landinu frá upphafi og taka úr notkun ellegar aðlaga þau hin sömu að kröfum skýrleika m.a með tilliti til kostnaðar við starfssemi dómsstóla í landinu af almannafé.

kv.Guðrún María.


mbl.is Álag of mikið á héraðsdómstóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband