Hvað með lífræna ræktun matvæla hér á landi ?

Varla get ég ímyndað mér að minkapelsar verði það helsta sem íbúar heims koma til með kaupa upp úr kreppu á heimsvísu.

Öðru máli gegnir um matvæli og ekki man ég betur en Finnar hafi markaðssett sinn landbúnað inn á svið lífrænnar framleiðslu, og skrítið ef ekki er að finna þær áherslur hér á landi.

Ég efast ekki um það að við Íslendingar getum gert mun betur en við gerum nú varðandi hágæða framleiðslu matvæla til lands og sjávar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ísland verði minkaland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslenskur landbúnaður, þessi hefðbundni(ekki svín eða kjúklingar) er eins lífrænn og hægt er. Efa að finnskur sé lífrænni, þó hann fái vottun.

Spurningin er um að votta bara íslendinga með "manni og mús" sem lífrænum afurðum.

Það hlítur að vera lausn allra vanda á komandi 100 árum

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 02:03

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ónei því fer svo fjarri að svo sé að þar sé um lífrænan landbúnað að ræða, betur má ef duga skal í því efni.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.11.2009 kl. 02:05

3 identicon

Held að lykilorðið hjá Sigrúnu sé ... eins lífrænn og hægt er hér á landi. Og það tel ég rétt hjá henni, þó auðvitað megi finna búskussa innanum sem gætu gert betur hvað það varðar.

Ísland hefu bara ekki þau verðurfræðilegu né jarðfræðilegu  skilyrði að slikt sé hægt, nema þá fækka bústofni gríðarlega og á sumum jörðum þyrfti að fækka um 3/4 bústofns því grasspretta er ekki meiri en svo án tilbúins áburðar. Með slíkri fækkum yrðum við ekki sjálfbær í þeim mat er við helst viljum borða, þ.e íslenskt grænmeti, kjöt og mjólkur afurðir.

Varðandi minkaræktina, þá verðum við að muna að enn eru þær þjóðir til sem virkilega þurfa á loðfeldum að halda bara vegna kulda en ekki tísku, og að mun betur fer um dýrin í ræktun hér heldur en t.d á norðurlöndum þar sem gríðarlega heitt getur orðið á þeim tíma er hvað mestur fjöldinn er í húsunum. Sem fyrrum loðdýrabóndi veit ég hvað skepnunum lýður illa í miklum hitum, og hvað okkar íslenska veðrátta var þeim hagstæð þessum greyjum hvað það varðar. ´Í Danmörku getur hreinlega orðið óbærilegt inn í slíkum húsum sem og á hinum norðurlöndunum.

(IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 08:46

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Sigurlaug.

Annaðhvort er landbúnaður lífrænn eða hann er það ekki og við Íslendingar gætum selt mun verðmeiri vöru af öllu því sem vottast lífrænn landbúnaður, hvers eðlis sem er.

Finnar eru með hvað mesta framleiðslu í Evrópu en eru þó norðar á breiddargráðu sem segir allt sem segja þarf.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.11.2009 kl. 01:32

5 identicon

Sæl Guðrún. Já samkvæmt skilgreinungu er það svo þ.e annað hvort eða. En ef við förum almennt í lífrænt hér á landi þá verður ekkert til að flytja út þvi það verður svo lítið til. Þá er ég að tala um kjöt fyrst og fremst. Á þeirri jörð sem ég bjó á spratt ekki eitt einasta grasstrá nema til kæmi tilbúin áburður, og breytti þar engu um að allur lífrænn áburður fór á túnin líka, þetta er bara staðreynd að svona er þetta með mjög margar jarðir nema þá kannski helst á suðurlandi.  Og ef ekki er hægt að heyja fyrir skepnurnar þá fellur hin svokallaða lífræna ræktun um sjálft sig. Hitt er annað mál að þær fáu jarðir sem gætu þolað þetta ættu að prófa það, endilega. 

Við rekum hér vistvænan landbúnað og ættum að beita okkur fyrir því að fá landið vottað sem slíkt, hvað það varðar þarf litlu að breyta, því eins og þú veist er töluverður munur á vistvænum og lífrænum skilgreiningum.

(IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 10:25

6 identicon

Gleymdi einu að það skiptir engu hve norðalega við erum á breiddargráðunni hvað þetta varðar,  Finnar hafa einfaldlega mun ríkari jarðveg en við og um það snýst málið, hvað jarðvegurinn gefur af sér. Mér var sagt að þetta skýrðist af því hvað landið okkar er ungt en evrópa er gömul og er því miklu gjöfulli en moldin okkar.

(IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband