Skattkerfið er stjórntæki ríkisstjórna, en ekki einungis til þess að leggja á sínýja skatta.

Ein helsta orsök misskiptingar í voru samfélagi, er stórkostlegur klaufaskapur við það að nota og nýta skattkerfið sem stjórntæki. 

 Frysting skattleysismarka á sínum tíma sem gerði það að verkum að lágtekjuhópar lentu í því að greiða sömu skattprósentu og aðrir af lúsarlaunum var og er óskiljanleg aðgerð þar sem andvaraleysi verkalýðshreyfingarinnar var algert, gagnvart þvi hinu sama.

Í raun hefur þetta ekki verið leiðrétt enn þann dag í dag, eins furðulegt og það er.

Í stað þess að hið opinbera sé i sífellu að finna sértækar úrlausnir til handa hinum og þessum hópum sem dregið er fram úr patentlausnapokanum, er það mum nærtækara að þrepa skattkerfið ef launagjáin millum þjóðfélagshópa er fyrir hendi.

Jafnframt er leið skattaívilnana leið sem stjórnmálamenn hér á landi hafa hreint ekki notað eða nýtt svo nokkru nemi og í raun væri mun nærtækara að taka slíka leið sem tæki í kreppuástandi til handa hinum ýmsu atvinnugreinum. fremur en að færa fjármálafyrirtækjum frelsi til afskrifta svo og svo mikið eins og frumvarp félagsmálaráðherra virðist gera ráð fyrir.

Sveigjanlegt skattkerfi er mun ódýrari lausn til þess að færa fram réttæti um það að gjalda keisara það sem keisara er en sú leið að kerfið sjálft sé að búa til sérlausnir allra handa þar sem vinstri hendin borgar svo og svo mikið til þess að stoppa upp í þessi og hin götin, hér og þar í sífellu og hægri höndin tekur skatta af sérlausnunum, sem setur menn á sama stað.

kv.Guðrún María.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband