Hvernig væri að skoða lögin um starfssemi verkalýðsfélaga ?

Það er svolítið hjákátlegt að sjá forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar koma af fjöllum varðandi samkrull ASÍ og Vinnuveitenda sem verið hefur undanfarin ár, þar sem all margir hagsmunir hafa vissulega skarast í raun og þetta sjálfsskipaða sambandalag lítur á sig sem eitt stykki stjórnmálaflokk að vissu leyti eins og mál hafa þróast.

Skyldi ekki þurfa að fara að skoða umgjörðina um starfssemi verkalýðshreyfingarinnar í landinu og lýðræði það sem viðhaft hefur verið við skipan í stjórnir lífeyrissjóða sem aftur hafa fjárfest í atvinnulífinu ?

Það er EKKERT eðlilegt við það að atvinnurekendur sitji í stjórnum lífeyrissjóða sem launþegar greiða til gjöld, samkvæmt lögum, ekkert.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vill ekki eyrnamerkta skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband