Samfylkingin, Vinstri Grænir og Evrópusambandið.

Hverjum hefði dottið það í hug að vinstri stjórn í landinu myndi sækja um aðild að Evrópusambandinu ?

Er Samfylkingin vinstri flokkur ?

Svar mitt er NEI, sá flokkur er sambland af kommúnískum forsjárhyggjuflokki sem blandast saman við öfgahægri frjálshyggju þar sem trúin á Evrópu sem markað á að skila Íslandi einhverju, sem það ekki gerir að mínu viti, enda landið ekki með landamæri til ferðalaga að mörkuðum.

Hvað þá með Vinstri Græna ?

Voru þeir virkilega tilbúnir til þess að henda frá sér afstöðu sinni gegn Evrópuaðild, fyrir setu við völdin í landinu ?

Svar mitt er JÁ, því miður er það svo og enn einu sinni er Íslandi stjórnað af valdagræðgi einstakra flokka sem virðast tilbúnir að henda sjónarmiðum sannfæringar sinnar fyrir róða fyrir að halda á valdataumum.

Ríkisstjórn þessara tveggja flokka hefur síðan einkennst af því að þeir hinir sömu eru ekki vanir því að standa við stjórnvölinn , hvað þá í kreppu, og ráðin eru eftir þvi þar sem menn telja að hægt sé að skattleggja endalaust út í hið óendanlega án afleiðinga hvers konar til framtíðar.

Flokkarnir hafa ekki virst ráða við utanríkismál eins og icesave ásamt innaríkismálum samtímis og heilt sumar fór í málaþref til einskis með málamyndaþrefi meints lýðræðismiðjumoðs um það hið sama mál, sem leitt hefur menn að upphafspunkti að nýju að vissu leyti að sjá má.

Sjónarspil málamyndamótmæla svo sem afsagnar Ögmundar virðast með það eitt að markmiði að halda flokkspólitískum hagsmunum VG eins fáránlegt og það er og líkt og það skipti þjóðina einhverju máli að einn flokkur viðhafi slíkan kattarþvott.

Enginn veit enn hvert för er heitið í framkvæmdum ellegar efnahagsmálum einnar þjóðar, varðandi skuldaleiðréttingu eður ei, hvað þá uppbyggingu atvinnu og einhvern snefil af framtíðarsýn.

Íslendingar munu hafna Evrópusambandsaðild, svo mikið er víst og eins gott fyrir þessa stjórn að gera sér grein fyrir því.

 

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

ICEESAVE/AGS/ESB=HELFÖR ÍSLANDS

Sigurður Þórðarson, 21.10.2009 kl. 06:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband