Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins slær á Evróputrommur.

Halldór Ásgrímsson lét eitthvað hafa eftir sér sem sagt var frá fréttum í dag varðandi það að tímaspursmál væri hvenær Íslendingar myndu taka upp evru sem gjaldmiðil. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Halldór stígur í vænginn við aðildarhugmyndir að Evrópusambandinu. Það skyldi þó aldrei vera að nú þyrfti að reyna að koma erlendum fjárfestingum á koppinn í íslenzkum sjávarútvegi þar sem búið er að hafa allt það út úr braski sem hafa má hér á landi og ekki lengur hægt að braska meira innanlands.  Allt undir formerkjum aþjóðavæðingar allra handa auðvitað. Það verður því fróðlegt að fylgjast með hinum nýja formanni flokksins í aðdraganda kosninga, mun sá ´hinn sami feta sig inn á vegu umræðu um Evrópusambandið ?

kv.gmaria. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband