Frábær gjöf, takk Alcan.

Geisladiskurinn með Björgvini og Sinfóníuhljómsveitinni barst til mín í dag, og alveg yndislegt á að hlýða og sjá. Takk fyrir mig segi ég og skil ekki þessa öfund sem er til staðar yfir því að við Hafnfirðingar megum virkilega njóta slíkra gjafa án þess að einhverjir " sér vitringar " fari að skipta sér af málinu. Það kemur allt fram í jólakortinu með gjöfinni sem koma þarf fram þ.e. við fáum kynningu frá fyrirtækinu varðandi fyrirhugaða stækkun til viðbótar því sem við nú vitum sem er æði margt og komið hefur fram á fundum hér í ferli þessu.  Varðandi núverandi mengunarvarnir , þynningarsvæði og nýjungar á sviði mengunarvarna. Okkar ágæta bæjarstjórn er með málið " under control " svo þetta verður allt í lagi og menn geta hætt að hafa áhyggjur af okkur Hafnfirðingum.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl, Guðrún María.

Eins og þú veist var það ekki Alcan sem fór fram á kosningnar um stækkun. Sú ákvörðun var tekin á öðrum stöðum til að sætta vissa flokkadrætti í bænum . Málin hafa nú þróast þannig að starfsmenn Alcan liggja nú undir miklum óhróðri og einelti í skrifum ýmsu tagi og svo koma líka ljósvakamiðlanir og  líður mörgum starfsmanninum illa útaf þeim óhróðri sem þeir verða fyrir og eiga þar einga sök að máli, virðist það einu gilda hvað sagt er í þessu máli og skrifum en heldur ber  að hafa það en það sem sannara reynist. 

Ég vill þakka þér fyrir greinina ,, Frábær gjöf, takk Alcan".

Kv Sigurjón Vigfússon 

Sigurjón Vigfússon (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 21:37

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Það er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að fá að þakka fyrir það sem maður metur mikils og þessi gjöf er mér mikils virði því ég er unnandi Björgvins og hans perla og ekki skemmir Sinfóníuhljómsveitin. Viðhorf mitt í garð þessa fyrirtækis eru þvi þakkir fyrir þessa gjöf en auk þess þekki ég fjölda fólks sem starfar eða hefur starfað hjá þessu fyrirtæki hér í bæ og veit hve mikils virði góð atvinna og afkomumöguleikar hafa að segja hér sem annars staðar fyrir einstaklinga og samfélagið allt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.1.2007 kl. 02:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband