OPNA þarf kerfi gömlu framleiðsluatvinnuveganna hér á landi, eins og skot.
Þriðjudagur, 6. október 2009
Vinstri flokkarnir Samfylking og Vinstri Grænir höfðu engar hugmyndir fram að bera sem stjórnarandstöðuflokkar á sínum tíma um breytingar á kvótakerfi sjávarútvegs og landbúnaðar, því miður.
Stefnubreyting varð til hjá Samfylkingu fyrir síðustu kosningar og það kom fram hjá þingmanni flokksins á eldhúsdeginum að fyrna ætti kvótakerfi sjávarútvegs á 20 árum, ......
Halelúja, það breytir engu.
Nú þegar þarf að taka til við það að opna kerfi landbúnaðar og sjávarútvegs til framleiðslu, með frelsi í bæði kerfin undir formerkjum sjálfbærrar þróunar fyrst og fremst.
Auðvitað ætti Vinstri hreyfingin Grænt framboð að hafa haft þar forsvar um nú þegar, en því er ekki að heilsa enn sem komið er, og strandveiðar aðeins agnarsmátt skref að slíkum áfanga.
Frelsi til framleiðslu skyldi mest til handa þeim sem aflað geta matarforða af landi eða sjó, með minnstu notkun mengandi orkugjafa, punktur.....
Ísland getur orðið matarforðabúr þjóða heims, í þessu samhengi, því við höfum ónýtt ræktað land í miklu magni vegna fækkunar og stækkunar búa í stefnu undanfarinna ára, en hið sama gildir einnig um nýtingu fiskjar úr sæ, þvi þar má sækja fisk með mun minni tilkostnaði en sem nemur þeim offjárfestingum og ævintýrabraski sem viðgengist hefur of lengi.
Núverandi kvótakerfi sjávarútvegs má fyrna samhliða nýju kerfi í sjávarútvegi er lúti slíkum markmiðum.
kv. Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæl mín kæra blogvinkona. Ég verð að viðurkenna að ég hef lítið verið að flakka milli blogvina undanfarið. En rak nú nefið inn hjá þér og mér finnst þú hafa lög að mæla sem oftast áður. Ævinlega kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 6.10.2009 kl. 20:18
Kærar þakkir fyrir það Óli, gaman að sjá þig.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 7.10.2009 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.