Var aðildarumsókn að Evrópusambandinu ofar skuldavanda heimilanna hér á landi ?

Forgangsröðun ríkisstjórnarinnar varðandi afgreiðslu mála í upphafi eru stórpólítísk mistök, það er að taka á dagskrá aðild að Evrópusambandinu sem forgangsmál, í þinginu áður en svo mikið sem hægt var að snúa sér að þvi að taka á skuldavanda heimila og fyrirtækja.

Um það hið sama ríkti ekki sátt millum flokkanna í ríkisstjórn en forsvarsflokkurinn Samfylkingin þvingaði mál þetta í gegn án þess að spyrja þjóðina álits, enda þar um að ræða sérstakt stefnumál Samfylkingarinnar.

Að' taka síðan til við að afgreiða óreiðuskuldir fjármálaævintýramennskunnar erlendis, í kjölfarið gerði ekkert annað en að blanda þessum tveim málum saman í einn hrærigraut.

Efnahagsmál hér innanlands urðu ekki forgangsverkefni, og fyrst nú ári eftir hrunið hafa loks litið dagsins ljós einhverjar hugmyndir um tök á skuldavanda sem þó ekki er sýnilegt hvort muni taka á þeim vanda sem fyrir hendi er, svo nokkru nemi.

Þessi verkefnaröðun sitjandi ríkisstjórnar er síst til þess fallin að koma einhverju fram á veg.

kv.Guðrún María.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband