Hvenær hófu markaðsfyrirtækin að blanda sér í stjórnmál hér á landi ?

Þeir sem rýna gegnum rúnirnar í markaðsmennsku annars vegar og athöfnum stjórnmálamanna hins vegar, verða margs vísari með tímanum.

Hvers vegna varð andstaðan við fjölmiðlafrumvarpið svo ofboðsleg sem raun bar vitni ?

Jú það var vegna þess að þau markaðsfyrirtæki sem höfðu yfir að ráða eignarhaldi á fjölmiðlum og öðrum sviðum í samfélaginu s.s matvörumarkaði , voru allsendis ekki tilbúin til þess að afsala sér þessari yfirráðastöðu einnar fyrirtækjasamsteypu.

Fjölmiðlum var beitt til þess að ráðast á stjórnvöld sem hugðust laga umhverfi þetta og ekki var það beinlínis heppilegt að það hið sama mál væri mál sem forseti lýðveldis blandaði sér í til afskipta af undir sömu formerkjum og haldið hafði verið fram af markaðssamsteypunni að væri vandamálið, þ.e hættan á minna tjáningarfrelsi.

Fjölmiðlar fyrirtækjasamsteypunnar og málpípur þar á bæ, persónugerðu málið við persónu þáverandi forsætisráðherra sem haldinn væri illvilja í garð eins fyrirtækis, og viti menn sumir þáverandi stjórnarandstöðuflokkar bitu agnið og dönsuðu með slíkum málflutningi eins fáránlegt og þar nú er og slógu sig til riddara á torgi tækifærismennskunnar.

Markaðssamsteypunni tókst að koma málinu út af borðinu, og sat við sína hlutdeild á markaði í einu þjóðfélagi sem samkrulli fjölmiðla, matvörufyrirtækja og fl og fl..

Markaðsfyrirtækið náði að gera sig að píslarvætti hinna vondu stjórnvalda, og einkum og sér í lagi eins manns, sem átti að ráða öllu um allt , alltaf og alls staðar og allt sem hann stóð fyrir hvort sem var rannsókn skattayfirvalda um fyrirtækið var allt samtímis tengt hinum meinta illvilja hans í garð fyrirtækisins, en ekki hagsmunavörslu í þágu heildarinnar.

Með öðrum orðum, rýna þarf í rúnirnar.

kv.Guðrún Maria.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband