Um tvennt að velja fyrir sitjandi stjórnvöld í landinu.

Annaðhvort taka menn til hendinni við það að niðurfæra skuldir ellegar létta álögum af almenningi í landinu með því að LÆKKA SKATTA í stað þess að hækka þá, með skuldum ríkissjóðs um tíma.

Engin heilvita stjórnvöld geta róið að því marki að reka ríkissjóð á núlli, meðan hvorki heimili né atvinnulif er starfhæft sem aftur veldur stöðnun í einu stykki efnahagskerfis.

Lækkun skatta tímabundið er aðgerð til þess að auka peningamagn í umferð og mun vitrænni lausn hvað varðar vanda heimila í landinu sem og fyrirtækja.

Núllþráhyggju við að reka ríkið á núlli þarf að linna af hálfu stjórnmálamanna við stjórnvölinn, undir þeim kringumstæðum sem nú eru uppi, annað er óraunsæi algjört.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún. Ekkert skal vænta af núverandi ICESAVE-stjórn en auknar álögur á fyrirtæki og almenning, einmitt í anda vinstrimennskunar.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.9.2009 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband