Þótt fyrr hefði verið.
Mánudagur, 21. september 2009
Fyrir löngu síðan er kominn tími til að ákvarðanataka stjórna lífeyrissjóða í áhættufjárfestingum með fjármuni launþega í lífeyrissjóðunum, sem NOTA BENE, eru innheimt með lögboðnum hætti, lúti ábyrgð þeirra er ákvarðanir taka.
Það atriði að verkalýðsfélög skipi í stjórnir lífeyrissjóða er miðaldafyrirkomulag með tilliti til lýðræðis, og stórundarlegt að því hinu sama hafi ekki tekist að breyta á Alþingi Íslendinga ennþá.
Það segir hins vegar aftur sína sögu um samkrull verkalýðshreyfingar og stjórnmálaflokka sem aftur hefur haft sínar birtingamyndir með því að nota fjármuni úr lífeyrissjóðum í áhættufjárfestingar á markaði sem ALDREI SKYLDI VERIÐ HAFA, sökum þess lögbundin innheimta sem slík skyldi ætíð tryggð af hálfu ríkisins í vörslu hins opinbera.
Ábyrgð stjórnmálastéttarinnar og andvaraleysi umbreytinga í þessu efni hefur sannarlega oft orðið mér umtalsefni undanfarin áratug á tímum meintrar frjálshyggju, en ekkert nákvæmlega ekkert hefur verið hægt að gera til þess að vekja þingheim til þess að endurskoða skipulag verkalýðsmála hér á landi.
Helstu varðhunda verðtryggingarinnar hefur einmitt verið að finna af hálfu verkalýðsforkólfa sem sýslað hafa með lífeyrissjóði í markaðsbraski, sem aftur hefur komið fjármálafyrirtækjum afar vel, en almenningi illa og spurning um tilgang og hlutverk þeirra hinna sömu því sannarlega afstæð.
kv.Guðrún María.
Vilja kæra stjórnarmenn í LV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já bæði fyrr, oftar og fleiri...
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.9.2009 kl. 04:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.