Íslendinga vantar ekki utanaðkomandi ráðstjórn úr Evrópusambandinu að sinni.

Sjálfsákvörðunarréttur þjóða til yfirráða yfir eigin ákvarðanatöku í málum á sem flestum sviðum er spurning um tilverurétt þjóða sem þjóð. Hvort sem ein þjóð er ánægð eða ekki ánægð með sína ráðamenn er sitja við stjórnvölinn hverju sinni þá skyldi það aldrei vera úrræðið að óska eftir því að ákvarðanataka um mál öll sé úr landi færð, þar sem einhvers konar meðaljöfnun úrræða gengur yfir þjóðir er taka þátt í slíkum bandalögum er bitna misvel á þegnum og sérstaða hvers konar fellur fyrír lítið sem léttvæg metin í raun.

Sérhagsmunir Íslendinga eru ekki hvað síst í því fólgnir að við erum eyþjóð í Norður Atlantshafi með fiskimið allt í kring, fiskimið sem eru matarforðabúr og viðskiptaleg tilvera þjóðar til lengri og skemmri tíma í raun hvað útflutningsverðmæti varðar. Við höfum háð stríð Íslendingar varðandi fiskimiðin, þorskastríð við stórveldi gagnvart yfriráðarétti okkar, og allar hugmyndir þess efnis að færa þann hinn sama yfirráðarétt í hendur annarra eru að mínu viti fráleitar.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband