Skotgrafarhernaðurinn í íslenskum stjórnmálum.
Þriðjudagur, 15. september 2009
Ekki voru vinstri menn fyrr komnir við stjórnvölinn en sama gamla grammófónplatan var sett á fóninn, allt sem miður hefur farið er fyrri meirihluta að kenna..........
Þetta heimskulega argaþras millum flokka með álíka stefnuskrár, er stórhlægilegt í raun en ég hef haldið því fram að helstu kapítalista þessa lands sé að finna í Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokkurinn komist ekki með tærnar þar sem Samfylkingin hefur hælana, þrátt fyrir öfgafjrjálshyggju í hinu meinta góðæri, sem ég hef gegnum tíðina nefnt Markaðshyggjuþokumóðuna.
Allra sérkennilegast er að sjá gömlu kommana úr Alþýðubandalaginu sáluga sem nú tilheyra VG, dansa með Samfylkingu í markaðsdansi kapítalismans, þar sem engir tveir flokkar ættu í raun að vera fjarri hvor öðrum miðað við stefnur og strauma.
VG hefur nú tekið þátt í því að koma umsókn af hálfu Íslands um aðild að Evrópubandalaginu, gegn eigin stefnuskrá í því efni sem gerir flokkinn vægast sagt ótrúverðugan.
Á sama tíma hefur Framsóknarflokkurinn með nýrri forystu risið undir nafni, með andstöðu við gerræðislegar ákvarðanir stjórnvalda, varðandi það atriði að láta íslensku þjóðina greiða fyrir misvitra fjármálaumsýslu erlendis.
Frjálslynda flokknum var hent út eðli máls samkvæmt af þingi enda margótrúverðugur vegna endalausra deilna sem aldrei var hægt að lægja, en í staðinn kom Borgarahreyfing, sem ekki vissi hvort væri flokkur eða ekki flokkur í stjórnmálum og virðist hafa stimplað sig beint inn í deilu og erjupyttinn, sem aftur þýðir skort á trausti kjósenda.
Lýðræði hreyfingarinnar byrjaði ekki vel þ.e með því að henda mönnum á dyr eins og Ástþór Magnússon mátti upplifa þegar hann mætti þar á fund. Sé það svo að menn vilji lýðræði þá verða þeir hinir sömu einnig að iðka það í reynd með vilja um samvinnu, annað er forsjárhyggja.
Ég lagði það einhvern tímann til hér á mínu bloggi að menn yrðu valdir á lista eftir að hafa keppt í 100 metra hlaupi eftir röð í mark sem yrði til þess að útskúfa forsjárhyggjuflokkuninni, allra handa svo ekki sé minnst á endurnýjun í því sambandi, en flokkar í íslenskum stjórnmálum hafa því miður oftar en ekki hagað sér eins og keppinautar hver á móti öðrum án samvinnu um þróun eins samfélags, með allra handa argaþrasi sem menn hafa verið uppteknir við að finna sí og æ.
Samvinna er lykill að framþróun.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:44 | Facebook
Athugasemdir
Sæl Guðrún. Þær stjórnmálastefnur sem hvað mest hafa leikið íslenzku
þjóðinna grátt á umliðnum árum til dagsins í dag er frjálshyggjan og
sósíaldemókratisminn. Hvort tveggja mjög óþjóðhollar stjórnmálastefnur.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.9.2009 kl. 21:40
Sæll Guðmundur.
Já , er þér innilega sammála.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 16.9.2009 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.