Vanhæfur þingforseti ?

Sé það svo að forseti Alþingis sjái ekkert athugavert við það að kjörinn alþingismaður mæti undir áhrifum áfengis í ræðustól Alþingis, þá er kemur óhjákvæmilega upp spurning um meint vanhæfi forseta þingsins.

Vanhæfi þess efnis að forseti geti ekki tekið á málum samflokksþingmanns varðandi mótaða afstöðu um málið.

 

úr fréttinni.

" Málefni Sigmundar Ernis Rúnarssonar alþingismanns sem hefur verið gagnrýndur fyrir að taka þátt í störfum þingsins eftir að hafa drukkið léttvín með mat, voru ekki rædd en hann baðst afsökunar í morgun.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir segir að það hafi aldrei staðið til að hennar hálfu að taka málið upp í nefndinni. Henni hafi ekkert þótt athugavert umrætt kvöld nema það að það var kveldúlfur í salnum. Þess vegna hafi hún ákveðið að slíta fundi. "

 

Viðfangsefni eins samfélags þurfa síst á þvi að halda að Alþingi allt hnigni að virðingu, vegna sérkennilegra viðbragða forseta þingsins, varðandi mál þetta.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Ræddu hegðun þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég get nú ómögulega gert að því, að mér finnst það hafa skinið í gegn í störfum þingforseta, að áminningar og ávítur til þingmanna, hafa farið eftir því frá hvaða pólitíska flokki þeir koma.

Jóhann Elíasson, 28.8.2009 kl. 06:56

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Henni lætur betur að slá bjöllur en halda aga.  Hún gæti ef til vill fengið vinnu hjá Symfóníunni við bjölluspil. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.8.2009 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband