Sunnudagspistill.
Sunnudagur, 16. ágúst 2009
Fáum hefði dottið í hug hve langt ein þjóð hefði getað verið leidd varðandi þróun mála í einu þjóðfélagi, hvað varðar það atriði að frelsi hafi fundist mörk, í fjármálalegri þróun einnar þjóðar.
Siðferðisvitund í viðskiptaumhverfinu virtist vandfundin og hið meinta frelsi orðið að frumskógarlögmálum á fákeppnismarkaði innanlands.
Ábyrgð stjórnmálamanna er mikil á því atriði að dansa áfram gagnrýnislaust eða lítið í þeirri hinni sömu þróun mála alveg sama hvar í flokkum standa.
Stjórnmálaflokkarnir hafa því miður að hluta til hagað sér eins og markaðsfyrirtæki að mínu viti þar sem völd og áhrif hafa verið keypt dýru verði á markaðstorgi auglýsingamennsku markaðsþjóðfélagsins, en minna hefur verið að gert við það að eyða fé í að virkja hinn almenna félagsmann til þess að taka þátt í stjórnmálum innan vébanda flokkanna.
Opið bókhald stjórnmálaflokka hefur nýlega litið dagsins ljós og samtenging stjórnmála og viðskiptalífs fyrri ára því eitthvað sem sennilega verður illa eða ekki sýnilegt að öðru leyti en varðandi það að vega og meta áherslur manna um málefni tengd fyrirtækjunum í landinu.
Öll þessi ár hefur það ekki tekist að minnka bein umsvif hins opinbera þar sem íslenskir stjórnmálamenn sem þóttust ætla að einkavæða samfélagið þeim tókst ekki á sama tíma að minnka bein umsvif hins opinbera sem þandist út, líkt og um væri að ræða samkeppni við einkafyrirtækin í fámennisþjóðfélaginu Íslandi.
Einhver þurfti að borga brúsa þessa skipulags og láglaunamenn á vinnumarkaði greiddu háa skatta, af sínum smánarlegu umsömdu taxtalaunum, meðan verkalýðshreyfingin taldi mönnum trú um að það væri forsenda stöðugleikans og engu breytti hvort vinnuveitandi var á einkamarkaði eða hið opinbera, sama pólítík var á ferð, hinn vinnandi maður skyldi bera hitann og þungann.
Gjá varð til milli hópa í einu samfélagi, þeirra sem höfðu heilsu og vinnugetu og þeirra sem einhverra hluta vegna höfðu tapað vinnugetu eða voru á efri árum, svo ekki sé minnst á börnin sem ekki enn voru skattgreiðendur, þau urðu að hluta til afgangsstærð í einu þjóðfélagi, þar sem fjölskyldan sem eining var slitin í sundur með tekjutengingum allra handa.
Þegar hið opinbera tekur síðan til við að skerða framfærslu örorku og ellilífeyrisþega með endurgreiðslukröfum aftur í tímann til hópa sem ekki hafa möguleika til þess að breyta þar nokkru um , má segja að tekist hafi að bíta höfuðið af skömminni, því sannarlega skyldi gera þá kröfu til stofnanna hins opinbera að greiðslur séu þegar staðreyndar á öllum tímum.
Annað telst fádæma klaufaskapur í einu kerfi eins þjóðfélags.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:53 | Facebook
Athugasemdir
Sæl Guðrún. AFAR athyglisvert, að það skuli vera vinstristjórn vinstrimanna,
félagshyggju og allt það bla bla sem er nú að ÞRÖNGVA upp á íslenzkan
almúgan skuldaklafa útrásarmafíuósa, sem hann BER ENGA ÁBYRGÐ á og
Á EKKI AÐ GREIÐA. Þannig er vinstristjórnin hin eina og sanna að búa
til fáttækt, eymd og volæði til handa alþýðu manna á Íslandi til næstu
áratuga. Skyldi það vera vegna þess að hverskyns vinstrimennska verður
að nærast á fáttækt, eymd og volæði. - Hef ALDREI verið eins mikill anti-
vinstrimaður og þessa daganna.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.8.2009 kl. 21:54
Og takk fyrir pistilinn!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.8.2009 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.