BURT með þetta mál úr sölum Alþingis.

Ríkisstjórnarflokkum væri nær að viðurkenna það atriði að ekki sé hægt að koma þessu máli gengum þingið með einhvers konar sáttaumleitunum.

Þetta mál á þar ekki heima og hefur aldrei gert í raun , og það er stjórnmálamanna að taka það inn á þennan vettvang, með heimskulegum hugmyndum þess efnis að ríkið taki á sig ábyrgð einkabankastarfssemi í Evrópu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki breið samstaða um fyrirvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Málið á ekkert erindi á pólítískum grundvelli í formi ríkisábyrgðasamninga, ekkert, og skyldi aldrei hafa gengið þá leið.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.8.2009 kl. 02:00

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek hjartanlega undir með þér, Guðrún María, þú hefur rétt fyrir þér.

Óskar, þetta eru EKKI ,,skuldbindingar þjóðarinnar", reyndu að kynna þér löggjöfina um þessi mál. Fullyrðingar þínar um að við yrðum ,,útlagaþjóð í alþjóðlega samfélaginu" eru holar að innan og með holan róm. Aðrar þjóðir hafa annað að gera en að elta okkur á röndum. Þeir reyndu það Bretar í þorskastríðunum, en við sýndum festu og unnum. Það eina, sem á skortir, er 1) að FELLA Icesave-svikasamninginn, 2) mæta Bretum í dómssalnum, ef þeir höfða hér mál, og 3) KYNNA RÉTTAN MÁLSTAÐ OKKAR ERLENDIS, sem þetta gauð, ríkisstjórnin, hefur algerlega vanrækt. Það sem Jóhanna reyndi í Financial Times í gær, var stórgallað, eins og ég ræði HÉR: Jóhanna Sigurðardóttir ritar SKAMMARLEGA grein í Financial Times og Loftur verkfræðingur HÉR í sinni grein.

Góðar stundir.

Jón Valur Jensson, 14.8.2009 kl. 02:47

3 identicon

Jón Valur,,,,,,,,þá höfðum við málstað

Nú erum við ótímdir þjófar og ekkert annað,

Þjófar eru lokaðir inni og eynangraðir,þið spiluðuð öll með í góðærinu og hafðu það

Hef enga trú á því að jóhanna og steingrímur séu að leika sér,hef aldrei kosið þau,en þið sérfræðingarnir eruð í mín eyru farnir að hljóma eins og tóm tunna

Sigurður Helgason (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 04:59

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Guðrún.

Bankarnir voru einkafyrirtæki sem störfuðu undir eftirliti og með leyfi ríkisins.  Það var þetta eftirlit sem klikkaði og alþjóðasamfélagið viðurkennir ekki að ríkið beri ekki ábyrgð vegna vítaverðs gáleysis í sínu eftirliti.  Málið er að vítavert gáleysi skiptir litlu máli á Íslandi og varðar ekki við lög, við bara reynum aftur.  Erlendis er þetta ekki svo, fólk fær háar fjársektir og lendir í fangelsi.  Hinn íslenski refsirammi er svo ólíkur því sem útlendingar eiga að venjast, þess vegna er svo erfitt fyrir marga að skilja afstöðu útlendinga.  Ekki einu sinn Norðmenn er með okkur í þessu.  

Alþjóðasamfélagið mun láta okkur taka út refsingu á einn eða annan hátt.  Við getum borgað Icesave eða fengið á okkur viðskiptaþvinganir, tolla og/eða vaxtaálag ofan á öll erlend lán.

Að halda að við sleppun með því að segja "Nei þetta var ekki okkur að kenna" er blekking, því miður.  Við getum reynt að milda refsingun.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 14.8.2009 kl. 06:34

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú talar hér gegn lögunum, gegn lagalegum rétti okkar, Andri Geir, og gegn þinni egin saklausu þjóð. Það var af auvirðilegum ástæðum, sem Norðmenn tóku þátt í þessari fjárkúgun, raunar aðeins ómerkileg stjórnvöld þar (hverjir sem réðu því), en almenningur þar er að vakna til vitundar um stöðu og rétt okkar Íslendinga. Það er betra að fá á okkur "viðskiptaþvinganir, tolla og/eða vaxtaálag ofan á öll erlend lán" heldur en 4–700 milljarða þrælasamning, sem hirðir af okkur 4–7-faldan heildarafla íslenzkra fiskiskipa! Það er betra að berjast (og falla jafnvel) með sæmd en að taka undir LYGAR tveggja gamalla nýlenduvelda, að við höfum sem þjóð brotið af okkur, þótt við höfum ekki gert það í raun, og þurfa svo að þola hrikalega fátækt og hörmungar leiddar yfir okkur og börn okkar af völdum þessara sérgæzku-fúlmenna. Endurskoðaðu afstöðu þína.

Jón Valur Jensson, 15.8.2009 kl. 02:31

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jón Valur,

Ég vildi óska að ég gæti breytt um afstöðu en glæpsamlegt athæfi Landsbankamanna og sofandiháttur íslenskra ráðamanna eru staðreyndir sem ekki er hægt að sópa undir teppið.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 15.8.2009 kl. 07:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband