ER ríkisábyrgð á Icesave brot á EES, samningnum ?
Þriðjudagur, 11. ágúst 2009
Það renna á mann tvær grímur við að lesa þetta álit, varðandi það atriði til hvers í ósköpunum yfir höfuð stjórnmálamenn hafi verið að draga heim samning um þessa fjármálagerninga, sem sannarlega skyldu hafa farið að því regluverki sem gilti við hrunið.
Ég fæ ekki annað lesið út úr þessu áliti að sérstök lagasetning um frekari ábyrgð tryggingasjóðsins í formi laga, þýði brot á EES samningnum, og hvað eru menn að gera ?
Var þetta mál sem átti eitthvað erindi inn á Alþingi Íslendinga ?
úr fréttinni. ( feitletrun mín)
"Með álitinu er því enn staðfest að ákvæði Icesave samninganna um jafnræði milli tryggingarsjóða Íslands, Bretlands og Hollands rýra ekki að neinu leyti rétt íslenska tryggingarsjóðsins þegar kemur að úthlutun úr búi Landsbankans.
Þá kemur fram í álitinu að ef tryggingarsjóðnum hefði á hinn bóginn með lögum verið veittur sérstakur forgangur umfram aðra kröfuhafa sem ættu sambærilega kröfu, þ.e. kröfu vegna innstæðna, andstætt reglum kröfuréttar og gjaldþrotaréttar hvað kröfuröð og rétthæð krafna varðar, þá væri hætt við að slíkt fæli í sér brot á EES-samningnum," segir á vef ráðuneytisins.
Kemur meðal annars fram í álitinu að það sé skiptastjóri sem sér um að úthluta fjármunum búsins en ef upp kemur ágreiningur þá skuli útkljá hann fyrir íslenskum dómsstólum, samkvæmt íslenskum lögum. "
kv.Guðrún María.
Njóta ekki sérstaks forgangs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heil og sæl; Guðrún María, æfinlega !
Um laga þvarg; kann ég ei að álykta, en EES samnings uppsögn, ætti að verða, hið fyrsta - afturvirkt, spjallvinkona kær.
Sóðalegra reglugerða umhverfi; sem ESB dammurinn, finnst vart, á Jarðríki - og er þá langt til jafnað.
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 02:53
Guðrún. Jú ríkisábyrgð er 100% brot á EES og regluverkum ESB!!!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.8.2009 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.