Ætlar Samfylkingin að láta þjóðina borga Matadorleikinn hér á landi ?
Mánudagur, 10. ágúst 2009
Því miður er það svo að Samfylkingin sem stjórnmálaflokkur hefur ekki myndað sér skoðun á öðru en að ganga í Evrópusambandið og innanlandsmál er eitthvað sem þessi flokkur hefur komið sér hjá að taka afstöðu í kosningar eftir kosningar.
Nægir þar að nefna afstöðu til kvótakerfis sjávarútvegs, eins helsta deilumáls innanlands, og þar sem upphaf Matadorbrasksins lá og liggur, þar sem afstaða í því máli birtist landsmönnum á sínum tíma með sáttaferð þáverandi formanns Ingibjargar Sólrúnar við LÍÚ, meðan flokkurinn var í stjórnarandstöðu.
Sáttaferðin hefur án efa verið með það að markmiði að fá LÍÚ forystuna til þess að undirganga Evrópuáhuga flokksins eingöngu, sem ekki tókst.
Allan þann tíma er flokkurinn var í stjórnarandstöðu var gagnrýni á hið frjálsa markaðskerfi sem nú hefur hrunið til grunna , allsendis ekki að finna heldur þvert á móti dönsuðu flokksmenn stríðsdans gegn Davíð Oddssyni er hann reyndi að setja mörk eignarhalds á fjölmiðla hérlendis.
Inngrip forseta lýðveldis vors í það mál var og er enn óskiljanlegt og nægir í því efni að vitna í skýrslu ÖSE sem leggur til takmörkun á eignarhaldi fjölmiðla í landinu í skýrslu sinni um þingkosningarnar síðustu.
Flokkur sem vex að fylgi fyrir ómálefnaleg sjónarmið líkt og þessi flokkur Samfylking hefur að mínu viti gert, og getur síðan hvorki virt lýðræði hvað varðar ESB málið né heldur eygt sýn á það atriði að huga að þegnum landsins númer eitt áður en annað er á dagskrá, hefur ekki öðlast þann þroska að teljast hæfur til þess að stjórna einu landi.
Að blanda saman aðildarumsókn að Esb, og samningum um fjármál eftir hrunið var eitraður kolteill sem ekki sér fyrir endann á, og veldur hver á heldur.
Mótmæli hins unga bónda Ásmunds Einars Daðasonar á Alþingi gagnvart þróun mála og tillaga hans þess efnis að fresta umsókn að Evrópusambandinu var heilbriigð skynssemi og þor hans og kjarkur til þess að segja frá tilraunum samstarfsflokksins til þess að þvinga fram afstöðu í þessu máli er og verður honum heiður og sómi í stjórnmálum.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæl Guðrún.
Það er búið að gera þetta flókið fyrirbæri en ekki svo að við skiljum það ekki ennþá. !
Já, afrek Ásmunds Daða verður lengi í minnum haft.
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 02:38
Frekar fer ég í gjaldþrot en að borga skuldir annarra en ég hef stofnað til, það er þá bara réttlátt að láta aðra borga mitt gjaldþrot, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.
Sævar Einarsson, 10.8.2009 kl. 04:26
Bara minni á að Ásmundur Davíð er enn í kommúnístaflokki Steingríms J,
og virðist una sér þar enn mjög vel!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.8.2009 kl. 00:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.