Þvílíkt bull, að miðjumoða eitthvað sem endalaust verður deilt um í algjörri andstöðu við þorra manna á Íslandi.

Geri ráðamenn sér ekki grein fyrir því að hugmyndir ríkisstjórnar þess efnis að láta alla þjóðina taka á sig skuldbindingar einkabankastarfssemi, er atriði sem gengur ekki upp, þá munu þeir hinir sömu uppskera eins og þeir sá í því efni, þvi miður.

Það er deginum ljósara að hvers konar fyrirvarar og miðjumoð sem flokkar geta hugsanlega sætt sig við í nefndum og reynt verður að fá þingið til að samþykkja, þýðir ekki endilega nein endalok þessara samninga, því fer svo fjarri, og  þá mun þurfa að kosta aðra samninganefnd af stað í málið þar sem deilur um það byrja hér áður en deilt verður við aðra osfrv......

Þessi orð nefndarformannsins bera vott um virðingarleysi gagnvart eigin þjóð, varðandi það atriði að nokkur skapaður hlutur sé sjálfsagður í því efni að Íslendingar sem þjóð eigi að koma nærri því að greiða fyrir einkabankastarfssemi í Evrópu sem fór á hausinn með regluverki Evrópusambandsins.

 úr fréttinni.

Gríðarlega mikilvægt sé að fá stuðning allra við málið „þannig að Hollendingar og Bretar finni að það er einhuga þing á bakvið það,“ segir Guðbjartur. "

Mér er það óskiljanlegt að Vinstri Hreyfingin Grænt framboð hafi ekki nú þegar gengið fram fyrir skjödu og slitið þessu samstarfi við Samfylkinguna, því sá flokkur hefur yfirtoppað allt offar sem heitið getur undanfarna áratugi af hálfu annarra flokka við stjórnvölinn, hvað varðar lýðræðisleysi sem og vitundarleysi um áherslur aðgerða í einu þjóðfélagi.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Reynt að ná breiðri samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan dag Guðrún, alltaf gaman að kíkja á bloggið þitt.

Kv. Valdemar, Auðkúlu........

Valdemar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 06:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband