" Gott er hafa gler í skó, þá gengið er í kletta.... "

Það er ótrúlegt að mönnum skuli hafa dottið í hug að setja fram lögbann í þessu sambandi, og aðeins ein vitleysan af mörgum sem endurspeglar þá ringulreið sem ríkir hér á landi, varðandi rannsóknir á hinu íslenska viðskiptaumhverfi, sem ég hefi löngum kallað, " markaðashyggjuþokumóðu, "

Því fyrr því betra sem allt er uppi á borði, sem er þá almennings að vega og meta í ljósi þess sem orðið er.

kv.Guðrún María.


mbl.is Falla frá lögbanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Blöndal

Lögbannskrafan var það eina sem þeir Kaupþingsmenn gátu gert.
Þeir urðu að sýna smá lit gagnvart sínum viðskiptavinum til framtíðar ekki síst.

Páll Blöndal, 4.8.2009 kl. 02:59

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Páll Blöndal, þetta er afskaplega furðuleg athugasemd hjá þér, sérstaklega með tilliti til þess að þetta "vopn" snérist svo gjörsamlega í höndunum á Kaupþingsmönnum og hefur frekar skaðað þá á viðskiptalegum grunni heldur en hitt.  Það er venjan hjá "flestum" fyrirtækjum að skoða hugsanlegar afleiðingar ýmissa aðgerða áður en út í þær er farið, það hefur sennilega EKKI verið gert í þessu tilfelli, enda má sjá að þessar aðgerðir eru fljótfærnislegar og flausturslegar.

Jóhann Elíasson, 4.8.2009 kl. 09:17

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl GMaría. Fín færsla hjá þér og flott fyrirsögn. Ég er sammála Páli að KB gátu ekki gert annað, þó í glerskóm væru, þar sem þeir búa við þessi lög sem enn ríkja í landinu. Þeir hefðu hugsanlega fengið á sig málsókn þessara aðila annars þar sem þetta var birt sem upplýsingar úr lánabók KB. Auðvitað gat svo dómsvaldið sagt nei þessi frétt varðar þjóðarhag og má birtast almenningi. Upp á borðið með alla hluti segirðu GM en þar gerist ekki neitt eða hvað hefur gerst í þessum málum sem hafa hlaðist upp á borðið. Meira að segja þegar einhverjum rennur blóðið til skyldunnar eins og Evu Joly þegar hún ver Ísland í fjölmiðlum þá fær hún ákúrur frá aðstoðarmanni Jóhönnu. En bara svo það sé á hreinu þá hef ég aldrei verið KB kúnni og þarf ekki að verja þá á neinn máta og hef reyndar aldrei treyst þeim alveg. Sé bara ekki annan möguleika fyrir þá en þennan. Látum ekki glæpinn hverfa í skugga viðbragða þeirra. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 4.8.2009 kl. 18:35

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Forstjóri Kaupþings og stjórnendur þess eiga að segja af sér Guðrún!
Þvílík afglöp í starfi og algjörlega veruleikafyrtir!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.8.2009 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband