Hefur ríkisstjórnin gert sér grein fyrir hve vitlaust var að sækja um aðild að Esb, um þessar mundir ?

Hin pólítiska tímaskekkja þess að senda inn aðildarumsókn að Esb, undir þeim efnahagslegu kringumstæðum sem þjóðin býr við eftir bankahrunið, til þess eins að þjóðir geti aftur sett á okkur þumalskrúfu þvingana, eru alvarleg mistök flokka við stjórnvölinn.

Það ber ekki vott um stjórnkænsku gagnvart hagsmunum landsins til framtíðar svo mikið er víst, og ótrúlegt að hin blinda trú Samfylkingar á Evrópusambandið hafi orðið tilefni þess sem á eftir hefur komið, ásamt undirlægjuhætti samstarfsflokks í ríkisstjórn VG, til þess að ýta þessu máli gegn um þingið gegn eigin flokksstefnu á alvitlausum tímapunkti stjórnmálalega af öllum tímum.

Fyrst átti að ganga frá icesave, svo var hægt að taka umsókn að Esb á dagskrá, það var eðlileg forgangsröðun eðli mála vegna.

kv.Guðrún María.

 

 

 


mbl.is Vonast eftir láni í lok ágúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Guðrún,

Ríkisstjórnin gerir sér ekki grein fyrir neinu.

Sigurður Þórðarson, 31.7.2009 kl. 06:17

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það virðist EKKI vera sterkasta hlið eilagrar Jóhönnu að framkvæma NEITT af skynsemi.

Jóhann Elíasson, 31.7.2009 kl. 06:29

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sælir Siggi og Jóhann, nei það er lítið um það að skógurinn sjáist fyrir trjánum.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.8.2009 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband