Fróðleg skýrsla, skyldulesning kjörinna alþingismanna.

Grunnstoð lýðræðisins veltur á þvi hvernig umgjörð kosningaskipulags og kosningakerfis í einu landi er og eftir að hafa lesið skýrslu ÖSE, sé ég að dregið er fram í skýrslu þessari ýmislegt sem þarf að lagfæra hér á landi.

Nægir þar að nefna það einfalda atriði að dómsmálaráðuneytið sjái til þess að staðlað form, undirskrifta frambjóðenda og meðmælenda sé það sem öll framboð skuli nota.

Jafnframt er ánægjulegt að sjá að tillögur eru um að leiða þurfi í lög að framboðum sé gefinn kostur á útsendingatíma til kynningar á framboði.

Mismunandi niðurstöður kjörstjórna annars vegar í Reykjavík N og S og hins vegar annars staðar á landinu er einnig dregið fram, og hvatt til samræmingar.

Misvægi atkvæða og fleira sem laga þarf.

kv.Guðrún María. 


mbl.is Atkvæðavægi átalið af eftirlitsnefnd ÖSE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband