Um daginn og veginn.

Umfjöllun fjölmiðla um fjármál og efnahag, hrun bankanna, rannsóknir á hruninu osfrv, hefur nú yfirtoppað alla fréttatíma dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, og það líður að heilu ári.

Minna er af umfjöllun um breytingar þær sem hrunið hefur orsakað til handa almenningi í landinu, sem og ráðstafanir stjórnarherra til þess að taka fall af þeim hinum sömu breytingum.

Ný ríkisstjórn tók til starfa að kosningum liðnum í apríl og fyrstu verk þeirrar stjórnar voru að leggja nýjar álögur á landsmenn með því að hækka alls konar skatta, á almenning á sama tíma og kaupmáttur launa hefur hnignað til muna og atvinnuleysi er til staðar.

Að því loknu var hafist handa við að koma aðildarumsókn að Evrópusambandinu í gang, með þingsályktunartillögu, svo sundra mætti þjóðinni í fylkingar með og á móti, líkt og tíminn til þess arna væri til staðar, þegar mikilvægi þess fyrir land og þjóð að sameina krafta við uppbyggingu úr rústum hrunsins hefur í raun sjaldan eða aldrei verið meira.

Fjöldi kjósenda veitti VG atkvæði sitt í kosningum til valda með það að markmiði að þeim flokki væri treystandi til þess að standa gegn aðild að Evrópusambandinu, en þær hinar sömu væntingar urðu að engu við sinnaskipti flokksins þegar að valdataumum kom, því miður.

Þeir sem talist hafa til vinstri í íslenskri pólítík hafa sýnt það og sannað að þeir eru engu skárri en hinir hægra megin við aðferðafræði við stjórnvölinn.

Allt tal um lýðræði hefur farið fyrir lítið og fokið út um gluggann og til þess að bíta hausinn af skömminni var komið heim með samning um að gera íslensku þjóðina að galeiðuþrælum skulda einkabanka, um aldur og ævi , þar sem formaður samninganefndar var gamall pólítíkus flokksbróðir fjármálaráðherra, sem gerður var að sendiherra samkvæmt valdapýramídaskipulagi gamla fjórflokksins.

Stórhlægilegt er að hlýða á blinda Evrópuaðdáendur tala um það að gera verði þjóðina að galeiðuþrælum og greiða Icesave, svo við séum á the talking terms við Esb.

Til hvers var verið að selja bankanna ?

Jú til þess að þeir hinir sömu eigendur þeirra bæru ábyrgð á þeim en ekki almenningur hér á landi.

Almenningi er misboðið og maður hlýðir á eldra fólk gefa yfirlýsingar um að það muni aldrei taka þátt í kosningum til þings aftur.

Hinn vinnandi maður veltir því fyrir sér hvort búið verða að stela lífeyrisjóðnum sem hann greiddi í til efri ára og setja fjármuni þeirra í eitthvað sem sá hinn sami fær ekki að segja nokkurn einasta hlut um og sama tíma og hann má taka því að lækka launin en skattar hækka á sama tíma.

Hvílík snilld stjórnaraðgerða.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband