Það nægir að hafa 30 þingmenn að rífast á Alþingi.
Laugardagur, 25. júlí 2009
Tveir geta verið sammála en þegar sá þriðji kemur vandast málið og þetta endurspeglar að hluta til hið íslenska stjórnmálaumhverfi innan og utan flokka hér á landi.
Við höfum ekkert að gera með 63 þingmenn á þingi með 300 þúsund manns í landinu, sem er á við eitt þorp annars staðar í veröldinni.
Þingmenn sem flest allir eru á þingi til þess að komast þangað aftur sjálfir með þjónkun við flokksmarkmið sem pússuð eru eins og áfallið silfur fyrir hverjar kosningar verða sérfræðingar í nöldri yfir framsettum málum hvers eðlis sem eru, allt eftir hvort eru í stjórn eða stjórnarandstöðu og einstaka menn skera sig úr sem hafa sjálfstæðar skoðanir, en hugsanlega eru þar ferðalangar sem kosið hafa að flakka milli flokka samkvæmt eiginhagsmunum.
Endurnýjun flokkanna og forystu þar á bæ er síðan sérkapítuli út af fyrir sig þar sem afskaplega mismunandi er hvort flokksforustan áttar sig á því hvort tími breytinga sé til staðar eður ei, og dæmi eru um að heilu flokkarnir hafi gengið í sjóinn til þess eins að halda óbreyttum forystumönnum við stjórn flokksins, þannig að viðkomandi flokkur hafi þurrkast út af þingi.
Aðrir flokkar áttuðu sig á nauðsyn breytinga sem ákall kjósenda og skiptu um forystumenn, sumir tilneyddir en aðrir ekki.
Þjónustan við það að færa vald til fólksins er að hlusta á fólkið og gefa fólkinu vald til breytinga innan flokks og utan þannig að þjóðin sjálf fái að greiða atkvæði um sem flest mikilvæg mál sem varða hagsmuni borgaranna, en til þess þarf að leiða þjóðaratkvæðagreiðslur í lög hér á landi.
Þjóðaratkvæðagreiðslur sem stjórnvöld á hverjum tíma þurfa að taka mið af í sinni ákvarðanatöku.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæl Guðrún. Númer EITT er að þjóðin eigi STJÓRNMÁLAAFL sem hún
GETUR TREYST. ÞJÓÐLEGT, ÁBYRGT STJÓRNMÁLAAFL. Því miður er það
ekki fyrir hendi í dag. Og hefur í raun ekki með tölu þingmanna að gera.
Það að skapa þetta mikilvæga stjórnmálaafl er því forgangsmálið í íslenzkum stjórnmálum í dag að mínu mati.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.7.2009 kl. 01:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.