Ekkert að marka þig Árni Þór frekar en aðra Vinstri Græna.

VG hefur sýnt sig sem loddarastjórnmálaflokkur sem tilbúin er að selja hugsjónir sinar fyrir stóla og embætti í formi valda, því miður.

Þar fór annars ágætur flokkur fyrir lítið,

kv.Guðrún María.


mbl.is Frestun Icesave slæmur kostur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

VG hefur sýnt það undanfarandi að þar er mikið af skynsömu fólki sem tekur rökum og gefur málum tækifæri. Þessa eiginleika met ég mikils og virði þá, hvar í flokki sem fólk  stendur. Þegar fólk felur sig á bak við hortitti og útúrsnúninga sem nokkuð hefur borið á hægra megin á kantinum, setur það sama fólk niður að mínu mati.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.7.2009 kl. 02:30

2 identicon

VG er orðinn ónýtur flokkur eftir síðasta útspilið. Ég giska á að hann hafi á þeirri stundu misst 80% fylgismanna sinna. Allt í boði samfylkingarinnar. Ég þekki persónulega milli tuttugu og þrjátíu manns sem kusu þá, þar á meðal mig sjálfa og manninn minn. Allir, utan einn, kusu þá vegna einarðrar afstöðu þeirra í ESB málum. Þessi eini kaus þá vegna umhverfissjónarmiða. Þeir sem ég hef talað við af ofangreindum segjast aldrei muni kjósa þá aftur. Hið sama gildir um okkur hjónin. Flokkurinn er dauður.

Dísa (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 08:01

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sjaldan hefur nokkur flokkur étið eins svakalega ofan í sig og VG hefur gert jafnvel efast ég um að Samfylkingin undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar komist í hálkvist við Steingrím Joð og félaga þó verðum við að virða einstaka mönnum innan VG það til vorkunnar að þeir "REYNDU" að standa í lappirnar en það dugði ekki gegn OFRÍKI heilagrar Jóhönnu.  En sá lærdómur sem fólk dregur af þessu er að VG gera ALLT fyrir völd og vegtyllur.

Jóhann Elíasson, 18.7.2009 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband